Courtney Love
Courtney Love
BANDARÍSKA leikkonan og rokkstjarnan Courtney Love mun væntanlega fara með hlutverk lafði Macbeth í nýrri kvikmynd sem gera á eftir leikriti Shakespeares í Hollywood. Meðal annarra leikara er Skotinn Peter Mullan.

BANDARÍSKA leikkonan og rokkstjarnan Courtney Love mun væntanlega fara með hlutverk lafði Macbeth í nýrri kvikmynd sem gera á eftir leikriti Shakespeares í Hollywood. Meðal annarra leikara er Skotinn Peter Mullan. Franski leikstjórinn Luc Besson framleiðir myndina en Vincent Regan leikstýrir.

Courtney hefur undanfarið numið framsögn til að undirbúa sig fyrir myndina. Hún hefur almennt fengið ágætis dóma fyrir myndir sem hún hefur leikið í, einkum The People vs. Larry Flynt.