Í dag er sunnudagur 11. ágúst, 223. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir.

Skipin

Reykjavíkurhöfn : Örfirisey, Libra Bitland og Ingar Iversen koma á morgun.

Hafnarfjarðarhöfn: Örvar kemur í dag, Eldborg og Bitland koma á morgun.

Mannamót

Aflagrandi 40. Á morgun kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, kl. 14 spilavist.

Árskógar 4. Á morgun kl. 9 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Púttvöllurinn er opinn kl. 10-16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 5352700.

Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handavinna, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 10-11.30 samverustund. Hjúkrunarfræðingur á staðnum kl. 11-13. Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 8 verður farin skoðunarferð um Vík og nágrenni. Uppselt í ferðina.

Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerðastofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30-18, s. 5541226.

Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna.

Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Á morgun kl. 13 frjáls spilamennska (brids), hárgreiðslustofan opin kl. 9-17 alla daga nema mánudaga.

Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félaagsheimilið Hraunsel verður opnað aftur eftir sumarfrí á morgun mánudaginn 12. ágúst með félagsvist kl. 13.30. Alltaf kaffi könnunni, opið frá 13-17. Á þriðjudag verður frjáls spilamennska kl. 13.30 og púttað á Hrafnistuvelli kl 14-16. Orlofsferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.-23. ágúst. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.-13. sept. Skráning og upplýsingar í Hraunseli kl. 13-17.

Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids, kl. 13. Hringferð um Norðausturland 17.-24. ágúst ath. þarf að ganga frá farseðli fyrir 13. ágúst. Fundur verður með leiðsögumanni 15. ágúst kl. 14 í Ásgarði, Glæsibæ. Ath. nokkur sæti laus vegna forfalla. Þjórsárdalur, Veiðivötn Fjallabaksleið nyðri, 27.-30. ágúst. Staðfestingargjald þarf að greiða fyrir 14. ágúst.

Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. september í 3 vikur og til Tyrklands 30. september í 12 daga fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin, takmarkaður fjöldi. Skráning hafin á skrifstofunni. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10-12. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, s. 5882111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB.

Norðurbrún 1 og Furugerði 1. Farið verður á Snæfellsnes 15. ágúst. Ekið verður að Hellnum og að Arnarstapa. Á Snjófelli verður súpa og brauð um hádegisbilið. Leiðsögumaður Tómas Einarsson. Lagt af stað frá Norðurbrún kl. 8.30 og teknir farþegar í Furugerði. Upplýsingar í Norðurbrún, sími 5686960 og Furugerði, sími 5536040.

Félagsstarfið, Hæðargarði 31. Á morgunkl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist.

Gerðuberg , félagsstarf. Þriðjudaginn 13. ágúst verður opnað að afloknu sumarleyfi, fjölbreytt sumardagskrá, vinnustofur opnar frá 9-16.30 m.a. perlusaumur, umsjón Kristín Hjaltadóttir. Frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13 boccia, umsjón Óla Stína. Veitingar í Kaffi Bergi.

Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30-12. Miðvikudaginn 14. ágúst kl. 15.15 verður myndastund til kynningar á alpafjallaferð 1. til 8. sept. á vegum Teits Jónassonar.

Gullsmári , opið alla virka daga kl. 9-17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Spiluð félagsvist á mánudögum kl. 20.30. Prjónanámskeið verður 20. ágúst til 17. sept. kl. 13, leiðbeinandi Dóra Sigfúsdóttir. Uppl. og skráning í Gullsmára, sími 5645260.

Hraunbær 105. Á morgun kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla. Postulínsmálun hefst mánudaginn 12. ágúst kl. 9, skráning á skrifstofu eða í síma 5872888.

Hvassaleiti 56-58 . Á morgun kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerðir. Allir velkomnir.

Norðurbrún 1 . Vinnustofur lokaðar fram í ágúst. Ganga kl. 10.

Vesturgata 7 . Á morgun kl. 9-16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, handavinnustofan opin án leiðbeinanda fram í miðjan ágúst.

Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bókband, morgunstund kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids frjálst. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir.

Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga félagsvist kl. 13-15, kaffi.

Félag kennara á eftirlaunum. Sumarferð FKE verður farin þriðjudaginn 20. ágúst.

Veitingar á Kirkjubæjarklaustri og í Básnum. Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 16. ágúst til skrifstofu Kennarasambands Íslands, Kennarahúsinu við Laufásveg, s. 5951111.

Minningarkort

Minningarkort ABC hjálparstarfs eru afgreidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561-6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti.

Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum.

Minningarkort Barnaheilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Laugavegi 7 eða í síma 561-0545. Gíróþjónusta.

Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minningarkort Barnaspítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu.

Bergmál, líknar og vinafélag. Minningarkort til stuðnings orlofsvikna fyrir krabbameinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi.

Minningarkort barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru afgreidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils.

Minningarkort Thorvaldsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsensbazar, Austurstræti 4, s. 551-3509.

Samúðar- og heillaóskakort Gídeonfélagsins er að finna í anddyrum eða safnaðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrifstofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vesturgötu 40, alla virka daga frá kl. 14-16 eða í síma 5621870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar.

Minningarspjöld Kristniboðssambandsins frást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gengt Langholtsskóla) sími 588-8899.

(Orðskv. 17, 17.)