[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þrjátíu ár eru liðin frá því fyrsta plata Megasar kom út, og hefur því verið ákveðið að endurútgefa eftirtaldar plötur Megasar með reglulegu millibili fram til jóla: Megas, Loftmynd, Millilending, Höfuðlausnir, Fram og aftur blindgötuna, Á bleikum...

Þrjátíu ár eru liðin frá því fyrsta plata Megasar kom út, og hefur því verið ákveðið að endurútgefa eftirtaldar plötur Megasar með reglulegu millibili fram til jóla:

Megas, Loftmynd, Millilending, Höfuðlausnir, Fram og aftur blindgötuna, Á bleikum náttkjólum, Nú er ég klæddur og kominn á ról, Drög að sjálfsmorði, Í góðri trú, Bláir draumar.

Einnig mun tvöföld safnplata sem spannar 30 ára feril Megasar koma út. En fyrstu plöturnar komu út í vikunni.

*Megas

Hún kom fyrst út árið 1972, en inniheldur nú sjö aukalög, þ.á m. heima- og tónleikaupptökur frá árunum 1972-1975. 32 síðna bæklingur fylgir plötunni með öllum textum og upplýsingum um plötuna, þ.e. tilurð hennar o.fl. Aukalögin eru: Skutullinn, Nóttin hefur níðst á mér, Grettir og Glámur, Sveinn og Pes, Ávarp til fjallkonunnar, Pælaðu í því (sem pælandi er í), Adieu Capital.

*Millilending

Hún kom fyrst út árið 1975, og inniheldur fjögur aukalög, sem eru heima- og tónleikaupptökur frá árunum 1973-1975. 28 síðna bæklingur fylgir plötunni með öllum textum og upplýsingum um plötuna. Aukalögin eru: Þín miskunn ó guð, Passíusálmur #51, Passíusálmur #52, Bjargið alda.

*Loftmynd

Hún kom fyrst út árið 1987, og inniheldur eitt aukalag, eða demó af Reykjavíkurnóttum. 32 síðna bæklingur fylgir plötunni með öllum textum og góðum upplýsingum um plötuna. Hún hefur lengi verið ófáanleg í búðum.

Íslenskir tónar gefa út.