INGVAR Helgason hf. og Linde afhentu SÍF fyrstu fimm Linde lyftarana í aðalstöðvum SÍF í Hafnarfirði á dögunum.

INGVAR Helgason hf. og Linde afhentu SÍF fyrstu fimm Linde lyftarana í aðalstöðvum SÍF í Hafnarfirði á dögunum. Lyftararnir eru framleiddir í verksmiðjum Linde í Bretlandi en KHG-þjónustan í Reykjavík sá um breytingar vegna þeirra miklu krafna er SÍF gerir til lyftaranna. Breytingarnar fólust einkum í salt- og vatnsvörn sem hingað til hefur stytt endingu rafmagnslyftara sem notaðir eru við sjávarútveg.

Linde hefur til margra ára verið stærsti framleiðandi á lyfturum í heiminum og framleiddi á síðasta ári meira en 60.000 lyftara í 11 verksmiðjum en íslenska "sjávarútvegsútfærslan" hefur vakið mikla athygli innan fyrirtækisins og eru væntanlegir sérfræðingar frá Noregi til Íslands til að kynna sér þessar breytingar.

Um er að ræða þrjá 2-2,5 tonna rafmagnslyftara og tvo vöruhúsalyftara en sérstaklega athygli vekur að ökumannshúsin á þeim voru hönnuð af starfsmönnum fyrirtækjanna þriggja. Lyftararnir munu verða til sýnis á sýningarbás Ingvars Helgasonar hf.á sjávarútvegssýninginni í Smáranum 4.-7. september þar sem helstu nýjungar frá Linde verða kynntar, þ.á m. nýr dísillyftari sem farið hefur sigurför um heiminn.