BMW kynnir í haust 7-línuna með nýjum dísilvélum.
BMW kynnir í haust 7-línuna með nýjum dísilvélum.
BMW þótti að mörgu leyti setja ný viðmið í flokki glæsibíla þegar 7-línan var kynnt. Bíllinn þykir í sérflokki hvað varðar afl og öryggi, auk þæginda í akstri og allri annarri notkun.

BMW þótti að mörgu leyti setja ný viðmið í flokki glæsibíla þegar 7-línan var kynnt. Bíllinn þykir í sérflokki hvað varðar afl og öryggi, auk þæginda í akstri og allri annarri notkun. Nú hefur BMW bætt um betur og hyggst bjóða upp á BMW 730d og 740d með byltingarkenndri dísilvél og verða bílarnir kynntir í október.

Um er að ræða sex og átta strokka hátækni dísilvélar með samrásarinnsprautun (Common Rail). Sex strokka vélin í BMW 730d skilar 218 hestöflum við 4.000 snúninga á mínútu. V8 vélin í 740d skilar aftur á móti 258 hestöflum við sama snúningshraða. Til að tryggja hámarks afl og þægindi koma báðir bílarnir nú með mjög öflugri, og í raun byltingarkenndri, sex gíra sjálfskiptingu. Er þetta í fyrsta skipti sem slík skipting býðst í dísilbílum BMW en sjálfskiptingin var fyrst reynd í BMW 735i og 745i og hlaut afbragðs góðar viðtökur.

Þessi samsetning verður til þess að BMW 730d nær hundrað kílómetra hraða á átta sekúndum og hámarkshraða upp á 235 km/klst. 740d bætir um betur, nær 100 km hraða á 7,4 sekúndum og hefur hámarkshraða upp á 250 km/klst. Á sama tíma eyðir vélin að jafnaði aðeins um 8,5 lítrum á hverja hundrað ekna kílómetra.