BANDARÍKJASTJÓRN hefur varað flugfélög við því að hryðjuverkamenn muni hugsanlega reyna að komast inn á flugvelli og um borð í flugvélar klæddir stolnum einkennisbúningum, samkvæmt fréttum Washington Post , en mikið mun vera um að einkennisbúningum...

BANDARÍKJASTJÓRN hefur varað flugfélög við því að hryðjuverkamenn muni hugsanlega reyna að komast inn á flugvelli og um borð í flugvélar klæddir stolnum einkennisbúningum, samkvæmt fréttum Washington Post, en mikið mun vera um að einkennisbúningum starfsmanna flugfélaga sé stolið.

Staðfest tengsl hafa þó ekki fundist milli þjófnaða af þessu tagi og grunaðra hryðjuverkamanna.

Þannig hefur bandaríska alríkislögreglan m.a. rannsakað stuld flutningabíls sem var hlaðinn einkennisbúningum í Kansas City í Missouri. Flutningabíllinn kom síðan í leitirnar en búningarnir hafa ekki fundist.

Washington. AP.