Haförn ÞH 26, t.v., og Guðrún Jónsdóttir SI 155 í slippnum á Húsavík.
Haförn ÞH 26, t.v., og Guðrún Jónsdóttir SI 155 í slippnum á Húsavík.
KVÓTAÁRINU fer nú senn að ljúka og margir bátar fyrir löngu búnir að veiða sínar aflaheimildir og hafa legið við bryggju meðan beðið er eftir að veiðar geti hafist að nýju.

KVÓTAÁRINU fer nú senn að ljúka og margir bátar fyrir löngu búnir að veiða sínar aflaheimildir og hafa legið við bryggju meðan beðið er eftir að veiðar geti hafist að nýju. Útgerðarmenn hafa margir hverjir nýtt þennan tíma til viðhalds og breytinga á skipakosti sínum. Þeirra á meðal eru þeir sem gera út Haförn ÞH 26 og Guðrúnu Jónsdóttur SI 155 sem verið hafa að undanförnu í slipp á Húsavík.

Þessir 29 brúttórúmlesta bátar eru smíðaðir eftir sömu teikningu hjá bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri með örlitlum frávikum þó. Guðrún er með gaflskut en Haförn ekki, Haförninn er þó breyttur frá sinni upphaflegu mynd þar sem síðar var settur á hann hvalbakur.

Haförn sem byggður er 1975 hét upphaflega Vöttur SU með heimahöfn á Eskifirði en Guðrún Jónsdóttir var byggð 1976 og hét þá Hrönn ÞH með heimahöfn á Raufarhöfn.