RAGNAR Stefánsson, forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofunnar, segir að jarðskjálftahrinan sem hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesi á föstudag hafi smáfjarað út, en stærsti skjálftinn á föstudagskvöld mældist 2,8 á Richter.

RAGNAR Stefánsson, forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofunnar, segir að jarðskjálftahrinan sem hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesi á föstudag hafi smáfjarað út, en stærsti skjálftinn á föstudagskvöld mældist 2,8 á Richter.

Minni skjálftar voru aðfaranótt laugardagsins og segir Ragnar að líklegt sé að þessi hrina sé búin. Almennt séð séu svona hrinur algengar á þessu svæði, þó að meira en áratugur sé síðan svipuð hrina varð þar síðast.