[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Komið þið öll margsæl og blessuð. Það sem ég ætla að byrja á að segja ykkur, góurnar mínar, í þessu nýja vísindahorni barnablaðsins er svolítið sem gæti komið ykkur á óvart.

Komið þið öll margsæl og blessuð.

Það sem ég ætla að byrja á að segja ykkur, góurnar mínar, í þessu nýja vísindahorni barnablaðsins er svolítið sem gæti komið ykkur á óvart. Það er sú staðreynd að það eru ekki bara prófessorar við háskóla og vísindastofnanir sem gera vísindalegar rannsóknir. Ó, nei nei sei sei. Það gerir fjöldinn allur af forvitnum krökkum um allan heim, og nú munuð þið, rýjurnar mínar, vonandi bætast í hóp þeirra. Vísindalegar athuganir geta nefnilega verið óskaplega gefandi. Ekki bara í framkvæmd, heldur fræða þær mann ósköpin öll um okkur sjálf og hvernig heimurinn í kringum okkur virkar.

Í dag ætlum við að leika okkur eilítið með frumefnið vatn sem heimurinn gæti ekki virkað án, og er öllum lífverum lífsnauðsynlegt.

Krukku í kælinn

Fyllið krukku af vatni og setjið hana inn í frystihólf. Ef nauðsyn krefur skuluð þið bæta við nokkrum dropum af vatni í krukkuna svo hún verðu full upp að brún. Leyfið krukkunni að standa í frystihólfinu í að minnsta kosti 30 mínútur og kíkið svo á hana. Þið munuð sjá að vatnið hefur lækkað í krukkunni.

Og af hverju er það?

Það er vegna þess að vatn skreppur saman þegar það kólnar.

Hvernig getur staðið á því?

Allt í heiminum er búið til úr mólekúlum, sem við getum ímyndað okkur að séu litlar kúlur á sveimi. Þegar vatn kólnar hreyfa vatnsmólekúlin sig minna. Og þar sem þau hreyfa sig minna geta þau hreyft sig nær hvert öðru, þar sem þau klessa ekki hvert á annað og kastast til og frá. Og þar sem mólekúlin eru nær hvert öðru taka þau minna pláss og vatnið verður minna.

En þá vaknar ein spurning sem þið getið reynt að svara. Þannig er að mannslíkaminn er um 60% vatn. Ó, já, það er satt. Erum við þá minni í kulda en hita? Skreppum við saman á veturna og þenjumst út á sumrin? Erum við stærri á Spáni en á Íslandi?

Nei, erum við ekki öll 37 gráður?