KRAKKARNIR í Ásgarði í Breiðdal eru dugleg að tína steina og selja ferðamönnum. Aðspurð segjast þau tína steinana í fjöllunum kringum bæinn. Steinarnir eru sagaðir og slípaðir eftir kúnstarinnar reglum.

KRAKKARNIR í Ásgarði í Breiðdal eru dugleg að tína steina og selja ferðamönnum. Aðspurð segjast þau tína steinana í fjöllunum kringum bæinn. Steinarnir eru sagaðir og slípaðir eftir kúnstarinnar reglum.

Krakkarnir segja að þetta hafi tíðkast á bænum í áratugi og foreldrar þeirra hafi líka tínt og selt steina þegar þau voru yngri. Krakkarnir segja eftirspurnina misjafna, stundum eru mikil viðskipti en sumarið í fyrra var frekar lélegt. Á myndinni sýna þær Hildur Ella Reimarsdóttir í Ásgarði og frænka hennar Ingibjörg Baldursdóttir úr Reykjavík ferðamönnum steina.