Angelina Jolie og Jon Voight á góðri stundu.
Angelina Jolie og Jon Voight á góðri stundu.
BANDARÍSKA leikkonan Angeline Jolie, sem hefur nýlega sagt skilið við eiginmann sinn Billy Bob Thornton, hefur einnig slitið tengsl við föður sinn, leikarann Jon Voight.

BANDARÍSKA leikkonan Angeline Jolie, sem hefur nýlega sagt skilið við eiginmann sinn Billy Bob Thornton, hefur einnig slitið tengsl við föður sinn, leikarann Jon Voight. Fram kom í sjónvarpsviðtali við Voight að dóttir hans vildi ekki lengur hafa samband við hann.

Voight sagðist vera eyðilagður maður vegna þessa.

Jolie hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfestir þetta. "Ég vil ekki gera opinberar ástæður þess að samband mitt við föður minn er svona slæmt. Eftir öll þessi ár hef ég ákveðið að það sé ekki gott fyrir mig að vera í kringum föður minn, ekki síst núna þegar ég ber ábyrgð á barni mínu," sagði hún í yfirlýsingunni.

Voight sagðist vera hryggastur yfir því að geta ekki hitt dótturson sinn, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Drengurinn Maddox er ættleiddur frá Kambódíu en ættleiðingarferlið tók Jolie og Thornton marga mánuði.

Jolie og Thornton hafa bæði hlotið Óskarsverðlaun, hún fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir myndina Girl, Interrupted, og hann fyrir handrit myndarinnar Sling Blade sem hann skrifaði, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í.