Sigurjón Sigurðsson gaf sér tíma til að spjalla á dögunum þegar fréttaritari kom við hjá brúarsmiðunum við ósinn.
Sigurjón Sigurðsson gaf sér tíma til að spjalla á dögunum þegar fréttaritari kom við hjá brúarsmiðunum við ósinn.
TRÉSMIÐJAN Vík ehf. á Húsavík hefur unnið að brúarsmíði við Lónsós í Kelduhverfi frá því vor. Brúin sem er 100 metra löng, er hluti nýs vegarkafla á þjóðvegi 85, norðausturvegi sem nær frá Bangastöðum á Tjörnesi að Víkingavatni í Kelduhverfi.

TRÉSMIÐJAN Vík ehf. á Húsavík hefur unnið að brúarsmíði við Lónsós í Kelduhverfi frá því vor. Brúin sem er 100 metra löng, er hluti nýs vegarkafla á þjóðvegi 85, norðausturvegi sem nær frá Bangastöðum á Tjörnesi að Víkingavatni í Kelduhverfi.

Brúarvinnuflokkur fyrirtækisins telur 10-12 manns og upp í 15 eftir atvikum. Eftir ákveðna byrjunarörðugleika í vor, m.a. vegna veðurs, hefur verkinu miðað vel í sumar. Nú er svo komið að áætlað er að steypa dekk brúarinnar innan skamms. Í það munu fara um 670 rúmmetrar af steypu sem myndi duga í 7 einbýlishús eins og einn Víkverjinn orðaði það.

Verktaki við nýja kaflann á norðausturvegi er Ístak hf., vegurinn mun koma í stað þess gamla sem liggur m.a um Auðbjargarstaðarbrekku sem oft hefur reynst erfiður farartálmi á vetrum. Nýi vegurinn mun liggja um Fjallahöfn yfir Lónsósinn og tengjast veginum við Víkingavatn þar sem bundið slitlag endar í dag. Þegar þessum framkvæmdum lýkur haustið 2003 verður komið bundið slitlag á þjóðveginn í gegnum hverfið.