SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir, fyrrverandi skrifstofumaður á Morgunblaðinu, er látin, 74 ára að aldri. Sigríður fæddist 20. september 1927 að Arabæjarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi.

SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir, fyrrverandi skrifstofumaður á Morgunblaðinu, er látin, 74 ára að aldri.

Sigríður fæddist 20. september 1927 að Arabæjarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónasson bóndi og verkamaður í Reykjavík og Jóhanna Helgadóttir.

Sigríður flutti til Reykjavíkur 1938. Þar gekk hún í Kvennaskólann í Reykjavík. Eftir það starfaði hún í nær fimmtíu ár á skrifstofu Morgunblaðsins. Hún hóf þar störf 1. mars 1948 og starfaði þar allt til ársloka 1997. Þá lét hún af störfum fyrir aldurs sakir.

Morgunblaðið þakkar Sigríði farsælt samstarf um áratuga skeið og sendir ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur.