Efri röð: Katrín Sveinsdóttir, Sigrún Traustadóttir, Ragnheiður Rósarsdóttir, Anna M. Þ. Ólafsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir. Neðri röð: Sigríður Logadóttir, Þóra Valsteinsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir. Á myndina vantar Rúnu Hauksd
Efri röð: Katrín Sveinsdóttir, Sigrún Traustadóttir, Ragnheiður Rósarsdóttir, Anna M. Þ. Ólafsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir. Neðri röð: Sigríður Logadóttir, Þóra Valsteinsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir. Á myndina vantar Rúnu Hauksd
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kajaksigling, klettaklifur, sprang, krefjandi hellaferð og sig var meðal þess sem hópur vinkvenna reyndi sig við á Spáni nýlega.

Anna M.Þ. Ólafsdóttir er í hópi 12 kvenna sem útskrifuðust saman úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1978, þá 15 ára gamlar. Þær ákváðu á 10 ára útskriftarafmælinu að halda hópinn, fóru að hittast á tveggja mánaða fresti og gera saman eitthvað skemmtilegt. Fram til þessa hafa þær m.a. farið í hellaferð á Lyngdalsheiði, málað með olíu á striga, farið í "paint ball", raftaferð og á söfn. Í júní fór hópurinn í afmælisferð til Spánar enda "Hin spræku sprund", eins og þær kalla sig, allar fertugar á árinu.

"Við höfum þann háttinn á þegar við hittumst að ein úr hópnum skipuleggur hvað á að gera. Hún sendir hinum tölvupóst þar sem fram kemur hvar á að mæta. Við vitum ekkert hvað á að gera. Þá getur enginn mótmælt, við gerum bara það sem okkur er sagt. Stundum eigum við að mæta í útivistarfötum, kannski með regnhlíf eða sjóveikitöflur og svo framvegis. Oftar en ekki er það til að afvegaleiða.

Fyrir fjórum árum ákváðum við svo að fara að leggja fyrir til að eiga fyrir ferð þegar við yrðum fertugar."

Ævintýraferðin fékk flest atkvæði

Ári fyrir brottför var ákveðið hvert og hvenær ætti að fara. Anna segir að legið hafi við vinslitum því allar hafi haft skoðun á öllum atriðum. Sem betur fer segir hún að góður fyrirvari hafi verið á hlutunum og það hafi gróið um heilt - allar hafi verið alsælar í lokin.

"Þrjár konur voru skipaðar í ferðanefnd og þrír kostir kynntir. Ævintýraferð með Exodus til Spánar fékk flest atkvæði. Við höfðum fundið hvað það að gera eitthvað saman efldi hópinn og vinskapinn, svo pökkuð dagskrá allan daginn, með hellaferð, klifri, sigi og kajakferð var alveg fyrir okkur. Við sáum hins vegar að við yrðum að vera í skikkanlegu formi svo þær okkar sem ekki höfðu hreyft sig mikið fóru í líkamsrækt til að undirbúa sig fyrir átökin."

Anna segir að öll ferðin hafi verið ævintýri líkust. "Við flugum til London og Bilbao og komum svo til El Curtido. Afskaplega viðkunnanlegt par, Tono Puertas og Monica Davila, rekur fyrirtækið Todonorte sem sá um allt á Spáni. Öll dagskráin var vel skipulögð, þetta var fólk með reynslu sem var traustvekjandi og allur útbúnaður til fyrirmyndar."

Húsið sem þær stöllur gistu í var gamall sveitabær sem búið var að gera upp í sveitastíl og allt var mjög fallegt og maturinn einfaldur en góður. Anna segir að hafi fólk hug á að fara í öðruvísi ferð til Spánar geti þær allar mælt með þessari, en ferðaskrifstofan Exodus býður líka upp á vikuferðir og hægt er að panta hjá þeim. Ef fólk er á bíl á þessum slóðum er hægt að koma við og fara í eitthvað af því sem stendur til boða. Fyrirtækið Todonorte er með aðsetur í námunda við þjóðgarðinn Picos De Europa og það tekur um 20 mínútur að ganga í lítið þorp, Unquera, þar sem hægt er að setjast inn á veitingahús eða kíkja í nokkrar búðir."

Hellaferðin tók mest á

En í hversu góðu formi þarf fólk að vera til að taka þátt í svona ferð?

"Allir heilsuhraustir í sæmilegu formi geta verið með. Aðalmálið er að vera til í allt, en fólk nýtur þess auðvitað frekar ef það stendur ekki alltaf á öndinni."

Anna segir að allar hafi þær ráðið við verkefnin, jafnvel þær sem lítið hafa hreyft sig um árin.

Hvað var erfiðast?

"Hellaferðin tók líklega mest á og þrjár okkar fóru ekki í hana, mest út af innilokunarkennd. Við vorum í þrjá tíma neðanjarðar, í strigagalla með hjálma og vasaljós, og þrír Spánverjar okkur til halds og trausts.

Við fórum inn um mjóa sprungu og fikruðum okkur nokkra metra á maganum. Síðan varð rýmra um okkur og á leiðinni komum við ýmist í stóra sali með dropasteinum, skriðum inn í pínulítil göt, renndum okkur niður göng eða tróðum okkur upp um strompa. Það fór um sumar en eftir á vorum við allar feikilega ánægðar með okkur. Á kvöldin skemmtum við okkur yfir misíþróttamannslegum tilburðum, kjöftuðum og hlógum mikið."

Anna segir að dagskráin hafi varað í fjóra daga en þær voru flestar í þrjár nætur í viðbót á Spáni, tvær í þessu litla þorpi og eina í Bilbao.

Þær fengu aukaklifurferð, lágu í leti og skoðuðu nærliggjandi þorp. Í Bilbao fóru þær á Guggenheim-safnið, sem Anna segir að hafi verið einstaklega skemmtilegt, að utan og innan.

*Það sem stendur áhugasömum til boða: Giljaganga (canyoning) þar sem farið er í blautgöllum niður eftir á sem rennur í gili, vaðið, rennt sér og sigið til skiptis. Gönguferð upp á nærliggjandi tinda. Köfun Coasteering , Þá er klifrað eða fólk fikrar sig áfram í klettum við sjó og skemmtir sér við að detta út í og klóra sig upp aftur. Hópurinn komst hvorki í þetta né köfunina vegna þess hve mikið hafði rignt og þess að hvasst var og öldugangur. Siglt á kajak niður á Hellaferð Þrír tímar neðanjarðar þar sem reyndi á andlegan og líkamlegan styrk.