Pluriel í dularklæðum við prófanir.
Pluriel í dularklæðum við prófanir.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FORTÍÐARÞRÁIN þjakar fleiri en stjórnendur Volkswagen og BMW ef marka má nýjan Citroën Pluriel sem verður sýndur á framleiðslustigi á bílasýningunni í París í september.

FORTÍÐARÞRÁIN þjakar fleiri en stjórnendur Volkswagen og BMW ef marka má nýjan Citroën Pluriel sem verður sýndur á framleiðslustigi á bílasýningunni í París í september. Fyrir tveimur árum sýndi Citroën einmitt Pluriel í París sem hugmyndabíl og þótti strax ljóst að bíllinn sótti heilmargt til 2CV, eða Braggans svonefnda.

Automedia hefur sent frá sér njósnamyndir af Pluriel og samkvæmt þeim virðist sem hér verði um fjögurra sæta bíl að ræða með miklum notkunarmöguleikum. Sætin í aftari sætaröð verður hægt að fella niður í gólfið og þar með breytist Pluriel í lítinn skúffubíl. Einnig er hægt að taka allt þakið af bílnum, þar með talda þakpóstana sjálfa, og breyta Pluriel í opinn bíl.

Pluriel er smíðaður á styttri gerð undirvagns C3, sem fjallað er um í reynsluakstri á næstu síðum. Hann verður líklega boðinn með 1,4 l, 75 hestafla og 1,6 l, 110 hestafla bensínvélum. Einnig er hugsanlegt að toppgerðin verði boðin með 138 hestafla 2ja lítra vél, þeirri sömu og í Peugeot 206 CC.