Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, afhendir Sigurði Björnssyni, formanni Krabbameinsfélags Íslands, og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra félagsins, einnar milljónar króna gjöf í tilefni af 40 ára afmæli BYKO.
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, afhendir Sigurði Björnssyni, formanni Krabbameinsfélags Íslands, og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra félagsins, einnar milljónar króna gjöf í tilefni af 40 ára afmæli BYKO.
BYKO hf. hefur afhent Krabbameinsfélagi Íslands eina milljón króna í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins. Gjöfin er til minningar um stofnendurna, Guðmund H.

BYKO hf. hefur afhent Krabbameinsfélagi Íslands eina milljón króna í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins. Gjöfin er til minningar um stofnendurna, Guðmund H. Jónsson verslunarmann og síðar forstjóra og Hjalta Bjarnason byggingameistara, en þeir eru báðir látnir.

Guðmundur og Hjalti stofnuðu Byggingavöruverslun Kópavogs 14. júní 1962 og opnuðu verslun í 135 fermetra húsnæði við Kársnesbraut. Nú er starfsemi BYKO á mörgum stöðum á landinu, í húsnæði sem skiptir tugum þúsunda fermetra. Einnig hefur fyrirtækið verið að hasla sér völl erlendis og rekur timburvinnslu í Lettlandi.

Í frétt frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að félagið meti mikils þessa höfðinglegu gjöf sem kemur að góðum notum í fjölþættu starfi félagsins í almannaþágu.