Leikkonur Skjallbandalagsins: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Jóhanna Jónas, Elma Lísa Gunnarsdóttir, og Þrúður Vilhjálmsdóttir.
Leikkonur Skjallbandalagsins: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Jóhanna Jónas, Elma Lísa Gunnarsdóttir, og Þrúður Vilhjálmsdóttir.
NÚ standa yfir æfingar á gamanleikritinu Beyglur með öllu en það er leikhópurinn Skjallbandalagið sem frumsýnir leikritið í Iðnó föstudaginn 30. ágúst.

NÚ standa yfir æfingar á gamanleikritinu Beyglur með öllu en það er leikhópurinn Skjallbandalagið sem frumsýnir leikritið í Iðnó föstudaginn 30. ágúst. Verkið er ekki það fyrsta sem félagið setur upp því árið 1994 setti Skjallbandalagið upp Dónalegu dúkkuna eftir Dario Fo og Fröncu Rame.

Meðlimir Skjallbandalagsins, þær María Reyndal leikstjóri og leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Jónas og Þrúður Vilhjálmsdóttir, hófu vinnu með spunaformið fyrir rúmu ári og hafa síðan unnið handrit að Beyglum með öllu, en í verkinu er líf kvenna í samtímanum tekið til nákvæmrar skoðunar og byggist verkið á stuttum brotum úr lífi kvenna sem allar tengjast á einn eða annan hátt. "Kvenpersónurnar eiga það sameiginlegt að vera uppfullar af komplexum og taugaveiklun auk þess að vera sterkar og áhugaverðar en fyrst og síðast fyndnar," segja konurnar í Skjallbandalaginu.