UMFANGSMIKLAR framkvæmdir standa nú yfir í þurrkunarverksmiðju Laugafisks í Reykjadal, en þar eru fyrst og fremst þurrkaðir hausar og hryggir fyrir Nígeríumarkað.

UMFANGSMIKLAR framkvæmdir standa nú yfir í þurrkunarverksmiðju Laugafisks í Reykjadal, en þar eru fyrst og fremst þurrkaðir hausar og hryggir fyrir Nígeríumarkað. Á vefsíðu Útgerðarfélags Akureyringa kemur fram að verið sé að stórauka afkastagestu verksmiðjunnar og bæta vinnslutæknina með nýrri vélasamstæðu. Um er að ræða framkvæmdir upp á tugi milljóna króna.

Fyrir nokkrum mánuðum var ný þurrkunarlína sett niður í þurrkunarverksmiðju dótturfyrirtækis Laugafisks í Færeyjum og í framhaldinu var samið við Skagann hf. um að smíða svipaða vinnslulínu fyrir verksmiðjuna á Laugum. Þeirri smíði er nú lokið og er þessa dagana unnið að því að koma vinnslulínunni fyrir á Laugum.

Húsnæði stækkað og þurrkklefi endurbættur

Lúðvík Haraldsson, framkvæmdastjóri Laugafisks, segir að nýja vinnslulínan sé raunar aðeins hluti þeirra breytinga sem unnið sé að á Laugum því einnig sé verið að stækka húsnæðið og endurbæta þurrkklefa. Þá er ætlunin að byggja yfir nýja starfsmannaaðstöðu, en sá verkþáttur hefur ekki verið boðinn út.