TVEIR menn voru fluttir á slysadeild eftir áflog í miðbænum undir morgun aðfaranótt laugardagsins, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Um tvö tilfelli var að ræða og í því fyrra var maður bitinn í andlitið á bar í miðborginni um fimmleytið um morguninn.

TVEIR menn voru fluttir á slysadeild eftir áflog í miðbænum undir morgun aðfaranótt laugardagsins, að sögn lögreglunnar í Reykjavík.

Um tvö tilfelli var að ræða og í því fyrra var maður bitinn í andlitið á bar í miðborginni um fimmleytið um morguninn. Hinn maðurinn sem þurfti að leita á slysadeild eftir nóttina var laminn í andlitið á Lækjartorgi í áflogum sem þar áttu sér stað um sjöleytið á laugardagsmorgun og var annar maður tekinn í vörslu lögreglu eftir þann atburð.