Spil dagsins kallar ekki á flókna úrspilstækni, en það hangir fleira á spýtunni. Samningurinn er fjórir spaðar og útspil vesturs laufkóngur:
Norður | |
♠10762 | |
♥Á6 | |
♦KG105 | |
♣1073 |
Suður | |
♠ÁK94 | |
♥985 | |
♦ÁD7 | |
♣Á95 |
Hvernig myndi lesandinn spila?
Fyrir margt löngu sat Terence Reese (1913-1996) í suðursætinu. Hann dúkkaði laufkónginn, tók næsta slag á laufás og lagði niður ÁK í spaða. Trompið var 3-2 og nú er spilið unnið ef sá mótherji sem á þriðja trompið fylgir þrisvar lit í tígli.
Norður | |
♠10762 | |
♥Á6 | |
♦KG105 | |
♣1073 |
Vestur | Austur |
♠G5 | ♠D83 |
♥KG7 | ♥D10432 |
♦9642 | ♦83 |
♣KDG8 | ♣642 |
Suður | |
♠ÁK94 | |
♥985 | |
♦ÁD7 | |
♣Á95 |
En austur á aðeins tvo tígla, svo spilið ætti að tapast.
Reese tókst þó að læða þriðja tíglinum framhjá austri með kænlegri íferð. Hann tók fyrst á tígulásinn, spilaði svo sjöunni á kónginn og gosanum úr borði. Frá bæjardyrum austurs leit út fyrir að sagnhafi hefði byrjað með Á7 tvíspil og væri nú að undirbúa trompsvíningu fyrir tíguldrottningu. Austur sá því ekki ástæðu til að trompa og henti hjarta. Reese fór þá inn í borð á hjartaás og henti laufi niður í fjórða tígulinn.