Brosandi Rússlandsleiðtogi! Ekki er vitað til þess að neinir poppsmellir hafi verið samdir um Brezhnev og Andropov.
Brosandi Rússlandsleiðtogi! Ekki er vitað til þess að neinir poppsmellir hafi verið samdir um Brezhnev og Andropov.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti ku njóta mikilla vinsælda í heimalandi sínu og nú er popplag, þar sem honum er sungið lof, eitt vinsælasta lagið í þarlendum útvarpsstöðvum.

Ég vild' ég ætti mann eins og Pútín sterkan og hugrakkan sem drekkur hvorki né duflar og stingur ekki af,

Vladímír Pútín Rússlandsforseti ku njóta mikilla vinsælda í heimalandi sínu og nú er popplag, þar sem honum er sungið lof, eitt vinsælasta lagið í þarlendum útvarpsstöðvum.

Ég vild' ég ætti mann eins og Pútín

sterkan og hugrakkan

sem drekkur hvorki né duflar

og stingur ekki af,

syngur söngkona popphljómsveitarinnar Syngjum saman. Hún segist vera þreytt á kærastanum sem alltaf er fullur og lendir stöðugt í slagsmálum. Henni finnst vera kominn tími til að eignast mann eins og Pútín.

Lagið er nú leikið á öllum helstu útvarpsstöðvum í Rússlandi. Enginn virðist aftur á móti vita neitt um hljómsveitina og hvergi er hægt að kaupa lagið á geisladiski, að því er kemur fram á vefsíðu BBC. Þá segjast útvarpsstöðvar ekki vita hver sendi þeim lagið. Hefur þetta kveikt orðróm um að lagið sé runnið undan rifjum ímyndarfræðinga í Kreml sem unnið hafa hörðum höndum við að móta jákvæða ímynd Pútíns meðal þjóðarinnar. Og með ágætum árangri því að skoðanakannanir sýna að um 70% Rússa eru ánægð með forsetann.

Vinsældir Pútíns eru raunar að færast út í nokkrar öfgar. Nú er hægt að kaupa Pútínúr, Pútínborgara og bráðlega verður hægt að fá Pútíntómata. Pútín sjálfur hefur sagt að hann hafi hina mestu skömm á þessari persónudýrkun.