3. september 2002 | Dagbók | 63 orð

SVEITIN MÍN

Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin; sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín! Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin!
Fjalladrottning, móðir mín!

mér svo kær og hjartabundin;

sæll ég bý við brjóstin þín,

blessuð aldna fóstra mín!

Hér á andinn óðul sín

öll, sem verða á jörðu fundin.

Fjalladrottning, móðir mín,

mér svo kær og hjartabundin!

---

Blessuð sértu sveitin mín,

sumar, vetur, ár og daga!

Engið, fjöllin, áin þín

- yndislega sveitin mín! -

heilla mig og heim til sín

huga minn úr fjarlægð draga.

Blessuð sértu, sveitin mín,

sumar, vetur, ár og daga!

---

Sigurður Jónsson á Arnarvatni

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.