11. september 2002 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

60 ár liðin frá því loftárás var gerð á íbúðarhús á Breiðdalsvík

"Þetta er mér enn ofarlega í huga"

Birgir við minningarskjöldinn ásamt barnabörnum sínum sem einnig búa í Hamri ásamt foreldrum sínum. Vinstra megin við Birgi stendur Aðalheiður Kristín, þá Auður og Arnþór Ingi Hermannsbörn.
Birgir við minningarskjöldinn ásamt barnabörnum sínum sem einnig búa í Hamri ásamt foreldrum sínum. Vinstra megin við Birgi stendur Aðalheiður Kristín, þá Auður og Arnþór Ingi Hermannsbörn.
Í GÆR voru 60 ár liðin frá því að skotið var með vélbyssu úr þýskri herflugvél á íbúðarhúsið Hamar á Breiðdalsvík. Af því tilefni afhjúpaði Birgir Einarsson, sem bjó í húsinu þegar árásin var gerð, minningarskjöld sem hann lét gera um atburðinn.
Í GÆR voru 60 ár liðin frá því að skotið var með vélbyssu úr þýskri herflugvél á íbúðarhúsið Hamar á Breiðdalsvík. Af því tilefni afhjúpaði Birgir Einarsson, sem bjó í húsinu þegar árásin var gerð, minningarskjöld sem hann lét gera um atburðinn.

Þá hefur hann einnig merkt með málningu hvar sprengikúlurnar lentu á húsinu, en níu göt komu á húsið í árásinni og fór ein kúlan í gegnum tvöfaldan steinvegg og endaði í öðrum vegg inni í húsinu.

Árásin var gerð klukkan 9:40 að morgni 10. september 1942 og var skjöldurinn afhjúpaður á sama tíma í gær.

"Þetta er mér enn ofarlega í huga og verður sjálfsagt meðan maður tórir," segir Birgir sem var fjórtán ára þegar árásin var gerð. "Ég er eins og ég var þennan dag fyrir sextíu árum, enn að hugsa um þetta. Það var mikil mildi að enginn skyldi slasast, kúlurnar komu svo nálægt glugganum og maður var fyrir innan," segir Birgir.

Hann telur að Hamar sé eina íbúðarhúsið sem ráðist hafi verið á úr flugvél á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. Hamar stendur við Ásveg á Breiðdalsvík og segir Birgir að áhugasömum sé velkomið að skoða minningarskjöldinn og förin eftir sprengjurnar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.