HLUTABRÉF í deCODE Genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, lækkuðu um 10,63% í gær og var lokagengið það lægsta síðan bréfin voru skráð á Nasdaq- hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum árið 2000, á útboðsgenginu 18 dalir.

HLUTABRÉF í deCODE Genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, lækkuðu um 10,63% í gær og var lokagengið það lægsta síðan bréfin voru skráð á Nasdaq-
hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum árið 2000, á útboðsgenginu 18 dalir.

Lokagengið í gær var 1,85 dalir en var í fyrradag 2,09 dalir á hlut. Þetta er í annað skipti sem verð hlutabréfa í deCODE fer niður fyrir tvo dali á hlut en það gerðist fyrst í byrjun september sl.

Samkvæmt stefnu Íslenskrar erfðagreiningar tjá talsmenn fyrirtækisins sig ekki um gengi hlutabréfa í deCODE.