21. september 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Andlát

PÉTUR FRIÐRIK SIGURÐSSON

PÉTUR Friðrik Sigurðsson listmálari er látinn, 74 ára að aldri. Pétur Friðrik fæddist í Reykjavík 15. júlí árið 1928 og voru foreldrar hans Sigurður Þórðarson og Ólafía Pétursdóttir Hjaltested.
PÉTUR Friðrik Sigurðsson listmálari er látinn, 74 ára að aldri. Pétur Friðrik fæddist í Reykjavík 15. júlí árið 1928 og voru foreldrar hans Sigurður Þórðarson og Ólafía Pétursdóttir Hjaltested.

Pétur Friðrik lauk námi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1945 og hélt sína fyrstu einkasýningu ári seinna, 17 ára gamall. Hann stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Danmörku veturinn 1946-1947 og hélt næstu einkasýningu sína árið 1950. Alls urðu einkasýningar hans 12 auk fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis. Þá starfaði Pétur Friðrik á teiknistofu landbúnaðarins og kenndi við Iðnskólann í Hafnarfirði. Hann var einnig mikill íþróttamaður og keppti m.a. á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952.

Eftirlifandi eiginkona Péturs Friðriks er Sólveig Benedikta og eignuðust þau fimm börn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.