Í REYKJAVÍKUR akademíunni, JL-húsinu við Hringbraut, verður málþing um heimspeki verðandinnar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Málþingið er í tengslum við væntanlega útkomu nýrrar bókar, Heimspeki verðandinnar - Rísóm, sifjar og innrætt siðfræði.

Í REYKJAVÍKUR akademíunni, JL-húsinu við Hringbraut, verður málþing um heimspeki verðandinnar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Málþingið er í tengslum við væntanlega útkomu nýrrar bókar, Heimspeki verðandinnar - Rísóm, sifjar og innrætt siðfræði. Bókin er í ritröðinni Atvik. Efni bókarinnar er "Rísóm", inngangurinn að Mille Plateaux eftir Gilles Deleuze og Félix Guattari í þýðingu Hjörleifs Finnssonar og ritgerðin "Hvers er Nietzsche megnugur? Um íslenska siðfræði og franska sifjafræði" eftir Davíð Kristinsson og Hjörleif Finnsson. Ritstjóri bókarinnar er Geir Svansson.

Pallborð málþingsins skipa: Hjálmar Sveinsson, stjórnandi, Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundakennari við LHÍ, Hjörleifur Finnsson heimspekingur og þýðandi "Rísóm", Halldór Gíslason deildarforseti hönnunardeildar LHÍ og Halldór Björn Runólfsson lektor og kennari við LHÍ.