22. júní 1991 | Minningargreinar | 311 orð

Guðmundur Halldórsson, rithöfundur ­

Minning Guðmundur Halldórsson, rithöfundur SJÁ SÍÐU 27

Fæddur 24. febrúar 1926 Dáinn 13. júní 1991 Mér er mikill vandi á höndum er ég nú sest niður og reyni að skrifa nokkur orð um hann Guðmund bróður minn, svo ritfær maður sem hann var og vandlátur á ritað mál.

Ættir hans ætla ég ekki að rekja hér, þó skal þess getið að hann var fæddur að Skottastöðum í Svartárdal 24. febrúar 1926. Sonur hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Halldórs Jóhannssonar. Og var hann elstur þriggja systkina. Guðmundur var mikið náttúrubarn og hélt mikið uppá Svartárdalinn þar sem hann dvaldi oft sumarlangt og sá hannþá gjarnan eitthvað nýtt hverju sinni sem hann kom þangað, eitthvað semvið hin gáfum okkur ekki tíma tilað sjá fyrr en hann benti okkur á það.

Hann fór ungur að setja hugsanir sínar á blað, aðallega fyrir sjálfansig, þó fór svo að fyrir hvatningu frá öðrum, fór hann að gefa út smásögur og síðan skáldsögur.

Þó umhverfis hann blésu ýmsir vindar, ekki alltaf af sömu átt, lét hann það ekki á sig fá og hafði jafnvel stundum gaman af.

Það var mikið gæfuspor fyrir hanner hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína Þórönnu Kristjánsdóttur og eignuðust þau dótturina Sigrúnu. Þeim sjúkdóm er leiddi hann tildauða, tók hann með stakri ró. Því eins og hann sagði sjálfur, það er ekkert með mig, það eru mæðgurnar sem ég hef áhyggjur af. Þessi orð lýsa honum vel. Við systur þökkum fyrir þá umhyggju sem hann sýndi okkur og fjölskyldum okkar seint og snemma.

Önnu og Sigrúnu sendum við samúðarkveðjur og huggum okkur viðþað að öll él birtir upp um síðir.

Ég veit að þó nú skilji leiðir um sinn, vakir hann yfir velferð okkar allra eins og áður og bíður okkar handan móðunnar miklu.

Í guðs friði.

Bóthildur Halldórsdóttir

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.