23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

12 spora hús, Sober-house, á Skólavörðustíg 30 opnað 1. desember nk.

Áfangaheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur

Hluti af stjórn 12 spora húss, Sober-house, læknar, o.fl . Frá vinstri: Fritz M. Jörgensson meðstjórnandi, Einar Axelsson, læknir hjá SÁÁ, Óskar Hallgrímsson, aðstoðarmaður hjá Sober-house, Haraldur G. Óskarsson ritari, Benedikta Ketilsdóttir meðstjórnandi
Hluti af stjórn 12 spora húss, Sober-house, læknar, o.fl . Frá vinstri: Fritz M. Jörgensson meðstjórnandi, Einar Axelsson, læknir hjá SÁÁ, Óskar Hallgrímsson, aðstoðarmaður hjá Sober-house, Haraldur G. Óskarsson ritari, Benedikta Ketilsdóttir meðstjórnandi
NÆSTKOMANDI þriðjudag mun líknarfélagið Skjöldur verða með opið hús á Skólavörðustíg 30 í tengslum við fyrirhugaða opnun "Sober-house"-áfangaheimilisins, 1. desember nk.
NÆSTKOMANDI þriðjudag mun líknarfélagið Skjöldur verða með opið hús á Skólavörðustíg 30 í tengslum við fyrirhugaða opnun "Sober-house"-áfangaheimilisins, 1. desember nk. Áfangaheimilið byggir á 12 spora kerfi AA-samtakanna og er ætlað þeim sem vilja sigrast á áfengis- og vímuefnafíkn.

Í húsinu verður rými fyrir 18 vistmenn auk íbúða fyrir starfsmenn.

Heimilismenn hafa aðgang að lækni og geðlækni en húsið er að mestu rekið af utanaðkomandi aðilum, AA-mönnum og konum.

Áfangaheimilið byggir á starfsemi Pathfinders Recovery Sober-house samtakanna sem stofnuð voru í Bandaríkjunum árið 1950.

Í tilkynningu frá líknarfélaginu Skildi segir að grundvallarhugmyndin að baki starfinu sé sú að óvirkir alkóhólistar og fíklar aðstoði áfengis- og vímuefnaneytendur við að hætta neyslu. Lögð er áhersla á að vinna 12 reynsluspor um leið og líkamlegu jafnvægi er náð og hefur starfsemi Sober-house skilað góðum árangri erlendis en hér sé um nýtt meðferðarúrræði að ræða á Íslandi.

Þá segir enn fremur um starfsemi Sober-house:

"Það er áfangastaður alkóhólista og fíkla og heimili þeirra um níu mánaða skeið á leið til bata og virkrar þátttöku þeirra í þjóðfélaginu. Það er staðsett í hjarta borgar en ekki utan alfaraleiðar. Það er bæði ætlað fólki sem eru langt gengnir alkóhólistar og fíklar og hefur ekki tekist að ná valdi á sjúkdómi sínum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og sjúkrahúsinnlagnir og einnig þeim sem eru að hefja göngu sína í 12 spora samtökunum. Markmiðið er að sjá þessu fólki fyrir umhverfi þar sem þeir fá stuðning til að tileinka sér 12 spora prógrammið og læra að fylgja meginreglum þess í lífi sínu og starfi í félagsskap annarra á sömu braut."

Í stjórn 12 spora húss Sober-house eru: Guðjón Egill Guðjónsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Haraldur G. Óskarsson, Margrét Frímannsdóttir, Benedikta Ketilsdóttir, Magnús Skúlason og Fritz M. Jörgensen auk 5 aðila sem sitja í varastjórn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.