RAPPARANN og hljómlistarmanninn Eminem þarf vart að kynna fyrir ungu fólki á Vesturlöndum, en hann fer með aðalhlutverkið í bíómyndinni 8 Mile , sem frumsýnd verður hér á landi á nýju ári.
RAPPARANN og hljómlistarmanninn
Eminem
þarf vart að kynna fyrir ungu fólki á Vesturlöndum, en hann fer með aðalhlutverkið í bíómyndinni
8 Mile
, sem frumsýnd verður hér á landi á nýju ári.
8 Mile
er fyrsta myndin, sem hann leikur í, en hún er að nokkru leyti byggð á hans eigin ævi. Söguhetja myndarinnar er Jimmy Smith (
Eminem
), ungur tónlistarmaður í bílaborginni Detroit, fullur af heift og hatri út í samborgarana. Handritið skrifaði
Scott Silver
og leikstjóri er
Curtis Hanson
.