EISTNESK kvikmyndagerð er ekki þekkt stærð utan Eistlands en ný innlend mynd slær þar nú öll aðsóknarmet sem áður voru sett af Harry Potter og Titanic .
EISTNESK kvikmyndagerð er ekki þekkt stærð utan Eistlands en ný innlend mynd slær þar nú öll aðsóknarmet sem áður voru sett af Harry Potter og Titanic . Nýja myndin heitir Nöfn í marmara og er frumraun þekkts leikshúsleikstjóra, Elmos Nuganen , í kvikmyndagerð. Hún hefur á tólf dögum fengið yfir 48 þúsund gesti á fjórum sýningartjöldum, sem þýðir að einn af hverjum 30 landsmönnum hefur séð hana nú þegar. Nöfn í marmara segir frá hópi skólastráka sem láta að sér kveða í frelsisstríðinu 1918-1920.