ELLEFU ára gamall sonur tyrkneska forsætisráðherrans Abdullah Guls hefur verið kallaður í herinn.

ELLEFU ára gamall sonur tyrkneska forsætisráðherrans Abdullah Guls hefur verið kallaður í herinn.

Mehmet Emre Gul, sem gengur í barnaskóla í Ankara, fékk bréf í lok vikunnar frá varnarmálaráðuneytinu þar sem honum var gert að mæta tafarlaust á næstu skráningarskrifstofu hersins til að ganga frá formsatriðum herþjónustu hans.

Embættismenn forsætisráðuneytisins upplýstu kollega sína í varnarmálaráðuneytinu um bréfið og þeir viðurkenndu mistök.

Í Tyrklandi eru allir karlmenn herskyldir - frá 18 ára aldri.

Ankara. AFP.