Elfa Sif Ingimarsdóttir, nemi í hársnyrtiiðn.
Elfa Sif Ingimarsdóttir, nemi í hársnyrtiiðn.
Elfa Sif Ingimarsdóttir er á þriðja ári í hársnyrtiiðn í Iðnskólanum í Hafnarfirði. "Mig langaði lengi vel til að verða íþróttakennari en svo breyttist áhugasviðið og ég fór að spá í hársnyrtiiðn.

Elfa Sif Ingimarsdóttir er á þriðja ári í hársnyrtiiðn í Iðnskólanum í Hafnarfirði. "Mig langaði lengi vel til að verða íþróttakennari en svo breyttist áhugasviðið og ég fór að spá í hársnyrtiiðn. Til að kanna þann starfsvettvang fór ég í heimsókn á hárgreiðslustofuna Space hárstúdíó. Leist mér vel á mig þar. Þegar mér var sagt að það vantaði hárgreiðslunema á stofuna og hann þyrfti að byrja eftir viku, sló ég til. Ég var þar í eitt ár en fór þá á samning hjá Salon Veh þar sem ég er í góðu aðhaldi hjá meistara Elsu Haralds."

Ætlar þú í meistaranám?

"Já, ef ég opna stofu. Annars er svo margt sem mig langar til að læra. Ég er búin að taka eitt ár á saumabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og langar til að læra meira að sauma og prjóna."

Hvar sérðu þig eftir 10 ár?

"Að starfa við hárgreiðslu á daginn og við saumaskap á kvöldin. Þarf maður ekki að vinna í 17 tíma á dag á Íslandi til að komast af? "

Ert þú ánægð með námið í skólanum?

"Já, ég er mjög ánægð með það. Kennararnir eru brilliant og það er góð aðstaða í skólanum en kennararnir mættu þó vera strangari."

Hvað er það sem gerir skólann skemmtilegan?

"Þetta er lítill skóli og hér þekkist fólk nokkuð vel. Félagslífið mætti þó vera betra. Við reynum að finna upp á ýmsu skemmtilegu en það mæta allt of fáir á þá viðburði.

Ég vil líka taka fram að mötuneytið í skólanum er mjög gott!"

Hvað myndir þú segja við tíundu bekkinga sem eru að velja sér framhaldsskóla?

"Ég mæli með að þeir skoði vandlega þá möguleika sem iðnnámið gefur því það hefur ýmsa kosti. Til dæmis þann að eftir að námi lýkur, þ.e. eftir fjögur ár, getur viðkomandi unnið við sína iðngrein. Ég mundi líka benda þeim á að námið sem boðið er upp á í iðnskólunum er mun fjölbreyttara en þeir eflaust gera sér í hugarlund."