SLÆM tromplega er sennilega mun algengari á prenti en við borðið. Trompið lá 3-0 í spaðaslemmu sagnhafa í þætti gærdagsins og aftur lendir suður í sömu legunni, nú í sex tíglum: Suður gefur; allir á hættu.

SLÆM tromplega er sennilega mun algengari á prenti en við borðið. Trompið lá 3-0 í spaðaslemmu sagnhafa í þætti gærdagsins og aftur lendir suður í sömu legunni, nú í sex tíglum:

Suður gefur; allir á hættu.

Norður
108
ÁG53
G865
ÁK4

Suður
ÁD
K76
ÁK7432
D6

Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 tígull
Pass 1 hjarta Pass 2 grönd
Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu
Pass 4 lauf Pass 4 spaðar
Pass 6 tíglar Allir pass

Vestur spilar út laufgosa, sem sagnhafi tekur heima og leggur niður trompásinn. Í þann slag hendir austur spaða. Hvernig er best að spila?

Slemman er nánast borðleggjandi þrátt fyrir trompleguna. Sagnhafi tekur tígulkóng, leggur niður hjartakóng og spilar hjarta upp á ásinn. Hendir svo hjarta niður í þriðja laufið og sendir vestur loks inn á trompdrottninguna:

Norður
108
ÁG53
G865
ÁK4
Vestur Austur
KG95 76432
82 D1094
D109 --
G1097 8532
Suður
ÁD
K76
ÁK7432
D6

Vestur neyðist til að spila spaða upp í gaffalinn eða laufi út í tvöfalda eyðu. Ef hann ætti hjarta til að spila myndi sagnhafi stinga upp gosanum og tryggja slag á litinn, hvort sem vestur hefði byrjað með þrílit eða drottningu fjórðu.