Í DAG, sunnudag, verður nýtt bókasafn Landakotsskóla formlega opnað. Af því tilefni verður stutt dagskrá í skólanum, sem hefst kl. 14 með ljóðalestri fyrrverandi og núverandi nemenda auk foreldra.

Í DAG, sunnudag, verður nýtt bókasafn Landakotsskóla formlega opnað. Af því tilefni verður stutt dagskrá í skólanum, sem hefst kl. 14 með ljóðalestri fyrrverandi og núverandi nemenda auk foreldra. Klukkan 15 flytja nemendur, kennarar og foreldrar tónlist á sal. Kaffisala, hlutavelta og basar verða á sama tíma í skólanum.

Jafnframt gefst gestum tækifæri til að skoða húsnæði skólans.

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.