Lagastofnun HÍ , Lex lögmannsstofa, Lögmannafélag Íslands og Lögfræðingafélag Íslands standa fyrir fundi í Sunnusal á Radisson SAS Hótel Sögu, þriðjudaginn 3. desember kl. 8.10, um nýja tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Á fundinum mun dr.
Lagastofnun HÍ , Lex lögmannsstofa, Lögmannafélag Íslands og Lögfræðingafélag Íslands standa fyrir fundi í Sunnusal á Radisson SAS Hótel Sögu, þriðjudaginn 3. desember kl. 8.10, um nýja tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Á fundinum mun dr. Jan Schans Christensen flytja erindi á ensku sem ber heitið: "The New Proposed Takeover Directive and its way forward". Að erindinu loknu verður gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum. Fundarstjóri verður Bjarni Benediktsson hdl. Fundurinn er öllum opinn.

Tilkynna þarf þátttöku til skrifstofu Lögmannafélags Íslands fyrir kl. 14, mánudaginn 2. desember. Einnig má tilkynna þátttöku í bréfsíma og á tölvupóstfang: gudny@lmfi.is. Verð (með morgunverði) 1.500 kr.

Jólabasar Iðjuþjálfunar á Kleppi verður haldinn þriðjudaginn 3. desember kl. 12-15.30. Ýmsar vörur á boðstólum á góðu verði. Kaffi og kökusala Allir velkomnir.

Manneldisfélag Íslands boðar til fræðslufundar í Norræna húsinu þriðjudaginn 3. desember kl. 16.30. Elín Guðmundsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Hollustuverndar ríkisins, heldur fyrirlestur um "hinn nýja vágest" í matvælum, akrýlamíð. Allir velkomnir.