NÚ er mikið rætt og ritað um að EES-samningurinn sé að veikjast og til þess að geta haldið honum sé Íslendingum boðið upp á að afhenda ESB fiskimiðin okkar og fleyta rjómann af íslenskum fjármunum með því að greiða margfalt meira í ESB-sjóðinn til að...

NÚ er mikið rætt og ritað um að EES-samningurinn sé að veikjast og til þess að geta haldið honum sé Íslendingum boðið upp á að afhenda ESB fiskimiðin okkar og fleyta rjómann af íslenskum fjármunum með því að greiða margfalt meira í ESB-sjóðinn til að halda EES-samningnum í gildi. Hvað verður þá eftir, þegar ESB leggur áherslu á að Íslendingar ættu að draga úr fiskveiðum og helst hætta þeim? Vilja Íslendingar fara að lepja slor úr skel, eins og þeir gerðu á danska einokunartímabilinu?

Íslendingar tala eins og Evrópubúar séu þeir einu í heiminum sem borða fisk.

Hvernig væri að líta til Bandaríkjanna og sjá hvað þeir vilja bjóða okkur og inn á hvaða markaði við komumst og hvað það kostar okkur að fara inn á fríverslunarsvæði þeirra? Hvað um Austurlönd nær og fjær? Nei og aftur nei. Við eigum að leyfa ESB að segja EES-samningnum upp. Að öðrum kosti verður hann okkur dýrkeyptur. Viljum við láta draga okkur á asnaeyrunum hægt og rólega inn í ESB?

Mér sýnist vera betra að standa utan ESB og vera sjálfstæð þjóð eins lengi og mögulegt er.

EINAR GÍSLASON,

kennari,

Sigurhæð 14, 210 Garðabæ.

Frá Einari Gíslasyni: