ÞAÐ er hin vinsæla sveit Írafár sem sest á topp Tónlistans með nýja plötu sína, Allt sem ég sé . Biðin hefur verið nokkuð löng og ströng eftir þessari fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem inniheldur fimm eldri lög og sjö flunkuný.
ÞAÐ er hin vinsæla sveit Írafár sem sest á topp Tónlistans með nýja plötu sína, Allt sem ég sé. Biðin hefur verið nokkuð löng og ströng eftir þessari fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem inniheldur fimm eldri lög og sjö flunkuný. Efalaust eiga margir eftir að ylja sér við slagara eins og "Fingur", "Hvar er ég?" og "Ég sjálf", sem Birgitta og félagar flytja hér af stöku listfengi og nýju lögin eiga hiklaust eftir að gleðja hina mörgu aðdáendur þessarar vinsælu poppsveitar.