BORGIN er heillandi, tónlistin líka, maturinn, viðmót fólksins einstakt, verðlag hagstætt og fínar búðir," segir Rúnar Júlíusson en hann og eiginkonan María Baldursdóttir eru nýkomin úr nokkurra daga ferð þangað. Þetta var fimmta ferð þeirra hjóna til Dublin, stundum hafa þau farið tvö og síðan hafa þau líka tekið synina með og tengdadæturnar.
Rúnar segir að það sé kostur við borgina hversu stutt sé að fljúga til Dublin en flugið tekur um tvær klukkustundir.
Fóruð þið í leikhús
eða á tónleika?
Síðan er fastur liður að hlýða á írska þjóðlagatónlist og dægurtónlist.
Við höfum alltaf farið á skemmtistaðina Taylors eða Foxes og undanfarið hef ég troðið upp með hljómsveitunum þar þegar ég hef komið í heimsókn. Þetta hefur þróast þannig að hljómsveitarmeðlimirnir hafa þá undirbúið sig og æft íslenskt lag og við syngjum það saman." Það kemur í ljós að Rúnar hefur kynnt tónlistina fyrir Írum því þegar hann fer til Dublin tekur hann alltaf nokkra geisladiska með sér og setur í verslun þar. Hann segist fá í staðinn írska tónlist. "Þetta eru svona nokkurs konar flóamarkaðsviðskipti."
Hefur þú skoðað tónlistarsafnið í Dublin?
"Já og ég mæli með heimsókn þangað. Það er virkilega skemmtilegt. Gestir fá heyrnartól og tónlistin breytist svo eftir þeim tímabilum sem farið er framhjá. Í lokin getur fólk horft á mynd um írska tónlist og ef það hefur áhuga eru bæði geisladiskar og bækur til sölu í verslun á safninu."
Gistið þið alltaf á sama hótelinu?
"Nei, en við reynum að vera alltaf í sama hverfinu, Temple bar, sem er kallað listamannahverfið. Þaðan er allt í göngufæri, veitingastaðir og verslanir."
Eigið þið uppáhaldsveitingahús í Dublin?
Hvernig er írskur matur?
Hvað er það sem heillar við írska tónlist?
Hafið þið farið út fyrir borgina?