ÞEIR voru í góðum gír Jón Jósep söngvari og Hrafnkell gítarleikari í hljómsveitinni Í svörtum fötum þar sem þeir hlýddu spenntir á þegar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kunngjörðar í Borgarleikhúsinu.
ÞEIR voru í góðum gír Jón Jósep söngvari og Hrafnkell gítarleikari í hljómsveitinni Í svörtum fötum þar sem þeir hlýddu spenntir á þegar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kunngjörðar í Borgarleikhúsinu. Sveitin var tilnefnd til tvennra verðlauna fyrir besta lagið "Dag sem dimma nátt" og myndbandið við sama lag.