Ferðalangar í Madríd á Spáni sem vilja gjarnan komast í búðaráp geta nú farið í verslunarleiðangur með leiðsögn. Alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga er ferðamönnum boðið upp á að fara með rútu í búðir.

Ferðalangar í Madríd á Spáni sem vilja gjarnan komast í búðaráp geta nú farið í verslunarleiðangur með leiðsögn.

Alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga er ferðamönnum boðið upp á að fara með rútu í búðir. Hún leggur af stað klukkan 10 á morgnana og kemur til baka sex klukkustundum síðar. Rútan ekur milli vinsælla búða og verslunarkjarna. Meðal annars er ekið um hverfi í Madríd þar sem aðallega eru þekkt merki á boðstólum og skartgripaverslanir og síðan er hægt að skreppa á markað. Á leiðinni er fólk frætt um möguleikana sem eru fyrir hendi í borginni, spurningum svarað og góð ráð gefin.

Farið í rútuna kostar 25 evrur og það þarf að panta fyrirfram.

*Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 0034 91316 0842 eða á slóðinni www.madridshoppingtour.com. Upplýsingarnar á Netinu eru þó eingöngu á spönsku