Looptroop-liðar voru svalir á sviðinu.
Looptroop-liðar voru svalir á sviðinu.
SÆNSKU rappararnir í Looptroop komu, sáu og sigruðu á Gauk á Stöng á miðvikudagskvöldið. Húsfyllir var á tónleikunum en einnig komu fram Sesar A, Móri, Mezzías MC og DJ Big G.

SÆNSKU rappararnir í Looptroop komu, sáu og sigruðu á Gauk á Stöng á miðvikudagskvöldið. Húsfyllir var á tónleikunum en einnig komu fram Sesar A, Móri, Mezzías MC og DJ Big G. Skemmtileg sviðsframkoma Looptroop-liða féll gestum vel í geð og var þeim vel tekið.

Mikil gróska er í íslensku rappi nú um stundir og var heimsókn sænsku hipphopparanna kærkomin viðbót við tónlistarlíf landans.