Árni Sveinbjörnsson byggingarstjóri og sr. Pálmi Matthíasson  setja saman borð í aðalsal.
Árni Sveinbjörnsson byggingarstjóri og sr. Pálmi Matthíasson setja saman borð í aðalsal.
NÝR salur fyrir safnaðarstarf í Bústaðakirkju verður opnaður formlega í dag, sunnudag. Ólafur Skúlason, biskup og fyrrverandi sóknarprestur í Bústaðasókn, blessar salinn við guðsþjónustu þar sem 50 ára afmælis sóknarinnar verður minnst.

NÝR salur fyrir safnaðarstarf í Bústaðakirkju verður opnaður formlega í dag, sunnudag. Ólafur Skúlason, biskup og fyrrverandi sóknarprestur í Bústaðasókn, blessar salinn við guðsþjónustu þar sem 50 ára afmælis sóknarinnar verður minnst.

Salurinn er þar sem Borgarbókasafnið var til húsa áður en það flutti í Kringluna en að sögn séra Pálma Matthíassonar sóknarprests verður húsnæðið nýtt undir aukið safnaðarstarf í kirkjunni. "Það er full þörf á að bæta aðstöðuna vegna þess að það hefur þrengt að okkur. Starfið hefur margfaldast á síðustu árum og til dæmis eru á annað hundrað manns bara í kóra- og hljómsveitarstarfi í kirkjunni. Allir þessir aðilar þurfa aðstöðu fyrir æfingar þannig að við erum oft í miklum vandræðum ef eitthvað er um að vera í kirkjunni sjálfri."

Ekki er enn búið að velja nafn á salinn en það verður gert í samkeppni meðal sóknarbarna og er skilafrestur til 15. desember næstkomandi. Formleg opnun hans verður í dag, sunnudag, þegar minnst er 50 ára afmælis sóknarinnar. Segir Pálmi að Ólafur Skúlason, biskup og fyrrverandi sóknarprestur, prédiki við guðsþjónustu kl. 14 í dag.