NÚ standa yfir kyrrðardagar í Skálholti þar sem fólki gefst kostur á að búa sig undir jólahátíðina í kyrrð og íhugun og er fullbókað um þessa helgi eins og um liðna helgi en síðustu kyrrðardagarnir með þessum hætti verða um næstu helgi.

NÚ standa yfir kyrrðardagar í Skálholti þar sem fólki gefst kostur á að búa sig undir jólahátíðina í kyrrð og íhugun og er fullbókað um þessa helgi eins og um liðna helgi en síðustu kyrrðardagarnir með þessum hætti verða um næstu helgi.

Séra Bernharður Guðmundsson, rektor Menningar- og fræðsluseturs kirkjunnar í Skálholti, segir að löngum hafi verið talað um að kaupæðið skekki jólahugsjónina og því vilji margir fá ró í hugann til að geta tekið á móti jólunum, fá undirbúning fyrir jólin. Þess vegna hafi verið boðið upp á kyrrðardaga í Skálholtsskóla þrjár helgar í röð.

Áhersla er lögð á líkamlega og andlega hvíld og andlega næringu. Íhugunin beinist að jólunum og undirbúningi þeirra og segir Bernharður að fólk komi víða af landinu til að njóta kyrrðarinnar og þagnarinnar. "Hér er fólk laust við allt áreiti hins daglega lífs og streituna og ræður sjálft sínum tíma." Skráning fyrir næstu helgi stendur yfir í skólanum og netinu, en netfangið er skoli@skalholt.is.