HÓTELKEÐJAN Radisson SAS kynnti nýlega að á næstu tveimur árum væri áformað að opna 29 ný Radisson SAS hótel bæði í Evrópu og Afríku. Gert er ráð fyrir að þar af verði fimm ný hótel á Bretlandseyjum.

HÓTELKEÐJAN Radisson SAS kynnti nýlega að á næstu tveimur árum væri áformað að opna 29 ný Radisson SAS hótel bæði í Evrópu og Afríku.

Gert er ráð fyrir að þar af verði fimm ný hótel á Bretlandseyjum. Þá er einnig ráðgert að opna hótel í Eyptalandi en það á að vera lúxushótel með 348 herbergjum.

Radisson SAS hyggst opna hótel í Karstad í Noregi á næsta ári og næsta sumar geta ferðamenn í Ungverjalandi gist á nýju golfhóteli þeirra í Buk.

Að lokum má nefna að fyrirhugað er að opna 429 herbergja hótel í Frankfurt árið 2004 og 149 herbergja hótel í Brussel um mitt ár 2004.