TAFLFÉLAG Snæfellsbæjar efnir til skákhátíðar í Ólafsvík laugardaginn 7. desember. Tilefni hátíðarinnar er 100 ára afmæli félagsheimilis Ólafsvíkur og 40 ára afmæli skákfélagsins.

TAFLFÉLAG Snæfellsbæjar efnir til skákhátíðar í Ólafsvík laugardaginn 7. desember. Tilefni hátíðarinnar er 100 ára afmæli félagsheimilis Ólafsvíkur og 40 ára afmæli skákfélagsins. Jafnframt verður minning Ottós Árnasonar heiðruð en hann var stofnandi félagsins. Mótið er öllum opið en meðal þátttakenda verða stórmeistararnir Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson.

Teflt verður í félagsheimilinu Klifi og eru verðlaun í boði. Fyrstu verðlaun eru 100 þúsund krónur, önnur verðlaun 40 þúsund og þriðju verðlaun 10 þúsund. Þá verða veitt þrenn 10 þúsund króna verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna með minna en 2.200 stig, fyrir bestan árangur stigalausra skákmanna og fyrir bestan árangur kvenna. Einnig verða nýjar bækur frá útgáfufélaginu Eddu.

Á mótinu verða tefldar átta umferðir, fyrst fjórar hraðskákir og síðan fjórar atskákir. Að mótinu loknu tekur við kvöldverður fyrir þá sem vilja og síðan er rútuferð til Reykjavíkur.

Helstu styrktaraðilar skákhátíðarinnar eru Snæfellsbær, Fiskmarkaður Íslands, Deloitte & Touche, Olís, útgáfufélagið Edda og Landsbanki Íslands.

Skákáhugamenn eru beðnir um að skrá sig til leiks í síðasta lagi fimmtudaginn 5. desember hjá Tryggva Óttarssyni í síma eða með því að senda netpóst á tryggvi@fmis.is.