Frá undirritun samningsins. Fulltrúar Hoffells, Valdimar P. Magnússon og Benedikt Emilsson, og Gísli Sváfnisson og Magnús Jónsson frá Víkingi. Fyrir aftan þau eru Jón Grétar Jónsson og Helga Birna Brynjólfsdóttir, leikmenn meistaraflokka í knattspyrnu og h
Frá undirritun samningsins. Fulltrúar Hoffells, Valdimar P. Magnússon og Benedikt Emilsson, og Gísli Sváfnisson og Magnús Jónsson frá Víkingi. Fyrir aftan þau eru Jón Grétar Jónsson og Helga Birna Brynjólfsdóttir, leikmenn meistaraflokka í knattspyrnu og h
VÍKINGAR gerðu nýlega búningasamning fyrir knattspyrnu- og handknattleiksmenn félagsins við heildverslunina Hoffell hf. - Jóa útherja.

VÍKINGAR gerðu nýlega búningasamning fyrir knattspyrnu- og handknattleiksmenn félagsins við heildverslunina Hoffell hf. - Jóa útherja. Samningur um kaup á keppnis- og æfingabúningum voru samræmdir fyrir alla flokka í knattspyrnu og handknattleik og var samningur gerðir til 4 ára. Búningarnir eru af gerðinni Prostar.

Þetta er í fyrsta skipti sem deildirnar standa saman að samningi um búningamál. Er það bæði gert til að auka hagkvæmni í rekstri deildanna sem og fyrir foreldra barna og unglinga þar sem kostur gefst á meiri samnýtingu, segir í fréttatilkynningu. Með þessu verður tryggt að sams konar búningar verða í notkun í báðum deildum og getur samningurinn því sparað talsverða fjármuni fyrir foreldra sem eiga börn í báðum íþróttagreinunum.