VÍKINGAR gerðu nýlega búningasamning fyrir knattspyrnu- og handknattleiksmenn félagsins við heildverslunina Hoffell hf. - Jóa útherja. Samningur um kaup á keppnis- og æfingabúningum voru samræmdir fyrir alla flokka í knattspyrnu og handknattleik og var samningur gerðir til 4 ára. Búningarnir eru af gerðinni Prostar.
Þetta er í fyrsta skipti sem deildirnar standa saman að samningi um búningamál. Er það bæði gert til að auka hagkvæmni í rekstri deildanna sem og fyrir foreldra barna og unglinga þar sem kostur gefst á meiri samnýtingu, segir í fréttatilkynningu. Með þessu verður tryggt að sams konar búningar verða í notkun í báðum deildum og getur samningurinn því sparað talsverða fjármuni fyrir foreldra sem eiga börn í báðum íþróttagreinunum.