Gilbert Grape: DiCaprio með Johnny Depp.
Gilbert Grape: DiCaprio með Johnny Depp.
KVIKMYNDIN What's Eating Gilbert Grape? eða Hvað nagar Gilbert Grape? var stór áfangi á ferli Leonardos DiCaprio en þar fór hann feiki vel með hlutverk þroskahefts pilts.
KVIKMYNDIN What's Eating Gilbert Grape? eða Hvað nagar Gilbert Grape? var stór áfangi á ferli Leonardos DiCaprio en þar fór hann feiki vel með hlutverk þroskahefts pilts. Myndin er sennilega besta myndin sem sænski leikstjórinn Lasse Hallström hefur gert í Bandaríkjunum. Nú, tíu árum síðar, leiða þeir saman hesta sína á ný, DiCaprio og Hallström , í eins konar pólitískri njósnamynd þar sem er sönn saga af kjarnorkuvísindamanninum Ted Hall . Hann var lykilmaður í kjarnorkuáætlun Bandaríkjastjórnar á 5. og 6. áratugnum en hóf að njósna fyrir Sovétmenn þegar hann sannfærðist um að kjarnorkueinokun Bandaríkjanna væri ógnun við heimsfriðinn. Myndin, sem fer í framleiðslu á næsta ári, verður byggð á bókinni Bombshell: The Secret Story of America's Atomic Spy Conspiracies eftir Joseph Albright og Marcia Kunstel . Þess má geta að til stóð að Lasse Hallström leikstýrði næstu mynd DiCaprios sem frumsýnd verður á næstunni, Catch Me If You Can , en Steven Spielberg varð ofaná.