FJÓRTÁN ára stúlku sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Holtavörðuheiði í fyrrakvöld er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í fyrrinótt.

FJÓRTÁN ára stúlku sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Holtavörðuheiði í fyrrakvöld er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í fyrrinótt.

Að sögn Hannesar Leifssonar, varðstjóra lögreglunnar á Hólmavík, bendir frumrannsókn til þess að ökumaður og farþegi í framsæti hafi verið í bílbelti en enginn farþeganna í aftursæti var með beltin spennt. Stúlkan kastaðist út úr bílnum þegar hann valt og hlaut alvarlega áverka þegar hún skall í grjót við vegkantinn. Aðrir farþegar voru meira eða minna slasaðir og voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Allir í bílnum voru á aldrinum 14-17 ára.

Hálkublettir voru víða á Holtavörðuheiði í fyrrakvöld og er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum á einum slíkum. Bíllinn valt utan vegar og hafnaði á hvolfi. Hann er gjörónýtur.