Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 8. júlí 1942. Hún lést í Malmö í Svíþjóð 16. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 12. nóvember.

Mig langar að minnast Guðbjargar Guðmundsdóttur í nokkrum orðum. Guðbjörg var gift Björgvini Kristjánssyni og áttu þau fjóra syni, Guðmund, Indriða, Trausta og Halldór. Ég kynntist Guðbjörgu eða Guggu eins og við kölluðum hana alltaf þegar ég var lítil stelpa í Bolungarvík, 6 eða 7 ára gömul, þegar tókst vinskapur milli foreldra minna og Guggu og Bjögga. Þegar ég var 9 ára urðum við nágrannar þegar við fluttum inn á grundir, eins og sagt er. Við yngstu börnin, ég og Halldór, lékum okkur mikið saman og þegar Sýta systir mín og Gummi urðu kærustupar varð samgangurinn ennþá meiri.

Mamma mín vann mikið og þá sótti ég mikið yfir til Guggu og þótt strákarnir væru ekki heima dundaði ég mér bara hjá henni og hún virtist aldrei kippa sér upp við það, þótt eftir á að hyggja geti maður ímyndað sér að hún hefði þegið friðinn, með fjóra stráka á heimilinu. Hún leyfði mér líka alltaf að koma með sér inn á Ísafjörð fyrir jólin, að kíkja í Neista, það þóttu mér voða merkilegar ferðir. Gugga og Bjöggi eignuðust líka fljótt litasjónvarp og ég mátti alltaf fara yfir og horfa á Prúðuleikarana í lit hjá þeim.

Það var margt brallað á heimilinu og oft mikið fjör, Gugga og Bjöggi kölluðu hvort annað "mömmu og pabba", ég hafði aldrei heyrt það fyrr og fannst það voðalega sætt.

Sýta og Gummi eignuðust dóttur, Öldu Björgu, sem í dag er ung og falleg kona og má glöggt sjá svip af ömmu hennar á henni. Þótt samvera Sýtu og Gumma yrði ekki löng og fjölskyldan öll flytti fyrst suður og svo til Svíþjóðar fylgdist Gugga alltaf með Öldu og sendi henni gjafir og nú síðast kom Bjöggi afi með brúðargjöf frá ömmu og afa, sem ég veit að gladdi Öldu mikið. Mig langar, fyrir hönd fjölskyldu Öldu Bjargar, að þakka Guggu allar góðu stundirnar og biðja guð að geyma hana. Bjöggi, Gummi, Indriði, Trausti og Halldór og fjölskyldur, tuttugu ár eru fljót að líða, en við viljum senda ykkur innilegar samúðarkveðjur.

Fjölskylda Ingu og Haraldar.

Mig langar að minnast Guðbjargar Guðmundsdóttur í nokkrum orðum. Guðbjörg var gift Björgvini Kristjánssyni og áttu þau fjóra syni. Guðmund, Indriða, Trausta og Halldór. Ég kynntsist Guðbjörgu eða Guggu eins og við kölluðum hana alltaf, þegar ég var lítil stelpa í Bolungarvík, sex eða sjö ára gömul, þegar tókst á vinskapur milli foreldra minna og Guggu og Bjögga. Þegar ég var níu ára urðum við nágrannar þegar við fluttum inn á grundir, eins og sagt er. Við yngstu börnin, ég og Halldór, lékum okkur mikið saman og þegar Sýta systir mín og Gummi urðu kærustupar varð samgangurinn ennþá meiri.

Mamma mín vann mikið og þá sótti ég mikið yfir til Guggu og þó strákarnir væru ekki heima þá dundaði ég mér bara hjá henni og hún virtist aldrei kippa sér upp við það, þó að eftir á að hyggja geti maður ímyndað sér að hún hefði þegið friðinn, með fjóra stráka á heimilinu. Hún leyfði mér líka alltaf að koma með sér inn á Ísafjörð fyrir jólin, að kíkja í Neista. Það þóttu mér voða merkilegar ferðir. Gugga og Bjöggi eignuðust líka fljótt litasjónvarp og ég mátti alltaf fara yfir og horfa á Prúðuleikarana í lit hjá þeim. Það var margt brallað á heimilinu og oft mikið fjör, Gugga og Bjöggi kölluðu hvort annað "Mömmu og Pabba", ég hafði aldrei heyrt það fyrr og fannst það voðalega sætt.

Sýta og Gummi eignuðust dóttur, Öldu Björgu, sem í dag er ung og falleg kona og má glöggt sjá svip af ömmu hennar í henni. Þótt samvera Sýtu og Gumma yrði ekki löng og fjölskyldan öll flytti fyrst suður og svo til Svíþjóðar, fylgdist Gugga alltaf með Öldu og sendi henni gjafir og nú síðast kom Bjöggi afi með brúðargjöf frá ömmu og afa, sem ég veit að gladdi Öldu mikið.

Mig langar, fyrir hönd fjölskyldu Öldu Bjargar að þakka Guggu allar góðu stundirnar og biðja guð að geyma hana.

Bjöggi, Gummi, Indriði, Trausti og Halldór, og fjölskyldur, tuttugu ár eru fjlót að líða, en við viljum senda ykkur innilegar samúðarkveðjur.

F.h. fjölskyldu Ingu og Haraldar,

Helga Haraldsdóttir.

Fjölskylda Ingu og Haraldar.